Leigubílaþjónusta í boði

Óska eftir tilboði
Man at airport with luggage

Flugvallarakstur

Komdu þér þægilega og tímanlega milli Keflavíkurflugvallar (Leifsstöð) og Reykjavíkur. Reynslumikill bílstjóri tekur á móti þér á réttum tíma á einkabíl með rúmgóðu farangursrými. Hvort sem þú ert á leið í eða úr landi, tryggjum við að ferðin þín verði áhyggjulaus og þægileg.

Gullfoss waterfall in Iceland

Gullni Hringurinn

Upplifðu fegurð Íslands í einni af vinsælustu dagsferðum landsins. Við keyrum þig í þægindum um Þingvelli, Gullfoss, Geysi og fleiri staði eftir þínum óskum. Leyfðu okkur að sjá um aksturinn á meðan að þú nýtur landslagsins og upplifunina sem þessi klassíska ferð hefur upp á að bjóða.

Tímalengd: ~6 klukkustundir.

Road in Iceland

Suðurströndin

Náttúrufegurðin við suðurströnd Íslands er engu lík. Við bjóðum upp á akstur að fossum eins og Seljalandsfossi og Skógafossi og Reynisfjöru við Vík í Mýrdal, svo eitthvað sé nefnt. Ferðin getur verið aðlöguð að ykkar þörfum og áherslum.

Tímalengd: ~8-9 klukkustundir.

Icelandic cliffs

Sérsniðin ferð

Langar þig að sjá norðurljósin? Heimsækja falda náttúruperlu eða skipuleggja einstaka ferð með vinum eða fjölskyldu?

Við sérsníðum ferðir að þínum óskum – hvort sem það er Snæfellsnes, Reykjanes, Bláa lónið, Sky Lagoon, Secret Lagoon, Barnafoss eða eitthvað allt annað. Hafðu samband og við búum til upplifun sem þú gleymir ekki.

Þín ferð, þín leið.

Smelltu hér, segðu okkur hvað þú vilt sjá – og við setjum saman tilboð.

Óska eftir tilboði